Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svona stækka holurnar

Fékk nýlega sent vikulegt bréf frá skólanum þar sem farið er yfir allt það helsta sem er á döfinni hjá 9 ára syninum. Í bréfinu var tilkynnt að framundan væri svokallaður "Pals lestur". Ég varð fyrir lestrarfalli við þetta orð. Ekki Páls lestur eins og Páll Óskar væri kominn í lykilhlutverk í lestrarkennslu en kommuræfillinn hefði orðið fyrir rafrænu mergsogi, nehei, bara Pals lestur. Nix nál á a. Íslensku hjartað tók kvíðakipp. Til hvers var Skúli besti íslenskukennari landsins píndur vestur á Ísafjörð sunnan ef örlög afkomendanna áttu síðan að vera svona aumingjaleg uppgjöf? Bara gefist upp, engin barátta. Ekki einu sinni hvítur fáni með ósk um friðarviðræður, heldur veifum við bara Chicken fried kjúklingalegg og ropum.

Í heilanum á mér hafði íslenskukennarastéttinni tekist að raða sér í heiðursröðina á mjög virðingarfullum stað, nálægt svæðinu sem frátekið er fyrir Ljósmæður sem auðvitað eru fremstar en Vigdís forseti samt alltaf fremst.

Ég hékk lengi á þeirri meiningu að "barnaskólar" væri sótthreinsaðir af almennri vitlausu og klaufaskap, þar má ekki kenna bænir og einvörðungu ljúga vægt til um jólasveina.

En þung er hún orðin aldan enska sem mæðir á brjóstvörn íslenskrar tungu. Líkast til á holan undir heimili Íslenskra fræða við Aragötu að halda áfram að vera tóm og halda fast í raunverulegan tómleika sinn; vísara að bíða og sjá hvort við verðum ekki búnir að breyta teikningunni af "Húsi Íslenskra fræða" í farand-sýningu fyrir ferðamenn, eitt svona sjálfbært helvíti sem setja mætti um borð í farþegabát með slatta af handritunum krúsandi kríngum landið á auto-pilot halandi inn sjálfsaflafé af fjalli, með kasínó í rassgatinu og einn taminn hval sem eltir. Hvað með róbot hval?

Að öðru leyti er ég sáttur.


mbl.is „Enn bara með holuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún má þetta.

Náttúra landsins má framkvæma svona þega henni sýnist eða þegar henni leiðist. Jafnvel þó einhver drepist undir steininum er þetta fullkomlega löglegur gjörningur. Samkvæmt lögum um náttúru Íslands má ekki fjarlægja steininn því það raskar náttúrulegri og EÐLILEGRI mynd svæðisins. Ég túlka þetta svo að náttúrulögmálin séu semsagt að mótmæla þessum ljóta stíg og vilji hann burt. Kannski er þetta til stuðnings Ómari, hver veit? Eitt er víst að hún mun á endanum bola stígnum burt enda þolinmóðari en andskotinn, iðin og alltaf að, og hefur líka allan tímann í heiminum fyrir sér. 


mbl.is Stórt bjarg féll á göngustíginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var einhver sem vissi þetta ekki?

Hringið bara í mig næst ef ykkur vantar slatt af augljósum staðreyndum.

Dæmi: það verða eldgos á Íslandi. Bráðum. Mörg.

Munið bara að ég var búinn að segja það löngu fyrirfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær en ég er með 100% vissu fyrir mörgum gosum. Örlítið óljóst hvar nákvæmlega muni gjósa og einnig blasir við að það sé ekki búið að ákveða nákvæmlega í hvaða röð gosin koma. Það skýrist allt innan næstu áratuga.

 

 

 

 


mbl.is Framleiðsla dróst saman um fimmtung á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðlungs kjaftæði.

Hef séð fleiri orð notuð í tilgangsleysi um eitthvað sem er ekki að gerast. Það gleymist oft að á réttum augnablikum er best að þegja bara ef þú hefur ekkert almennilegt að segja.
mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting öreiganna a la 2013

Nú verða hnífarnir brýndir.
mbl.is Staða Ólafs óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langríkasti forseti heims

Óbrengluð siðferðiskennd og einstæður vilji til að sýna gott fordæmi virðist prýða þennan geðþekka mann sem ég þekki annars ekki neitt. Hann virðist gersamlega laus við græðgi og áfergju eftir prjáli. Mér vitanlega er þetta lang ríkasti forseti heimsins og mér finnst fréttaflutningu Morgunblaðsins vera brenglaður og firrtur, reyndar er líklegra en hitt að þetta sé hrá eða lítt unnin endursögn eftir erlendum fjölmiðlum. Flottur forseti, slælegur fréttaflutningur.
mbl.is Fátækasti forseti heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband